Nokkuð almenn er nú sú skoðun meðal manna að hnattræn hlýnun af manna völdum sé staðreynd. Ekki er þverfótað fyrir málinuí alþjóðlegum fjölmiðlum.
Látum liggja milli hluta hvort hnattræn hlýnun sé raunveruleg eður ei, en pælum aðeins í afleiðingum baráttunnar gegn henni.
Vísindasamfélagið virðist líka nokkuð samtaka í afstöðu sinni, og er því fjármagni ausið í þróun endurnýjanlegra orkugjafa og vistvænna véla í apparöt ýmisleg. Tilraunir með vetnissamruna lofa góðu, og alþjóðasamfélagið virðist loks vera að taka við sér. Ef svo fer sem ég vona munu framlög til rannsókna og þróunar á vistvæni orku og hátæknilegum aðferðum til framleiðslu á henni verða hvatinn að stórstígum tækniframförum hér á jörð...
Neyðin kennir nöktu mannkyni að finna upp sniðuga hluti. Ég spái skemmtilega spennandi árum fyrir vísindamenn og iðnfrömuði framtíðarinnar.
|