Gamli góði prófafílingurinn
Ó já, hann er svo sannarlega farinn að segja til sín, gamli letifílingurinn sem vífur að í kringum prófin. Síðasta próf sem ég fór í var munnleg enska í gær. Áður en ég skrifaði þessa setningu fannst mér sem þrír dagar hefðu liðið síðan. Ó, við Jób, svo sannarlega er gjörvilleikur allur og atgervi Föðurs Tíma drýldnari og silalegri en nokkurndeilis annarstíðis. Ég fer ekki í próf fyrr en á mánudaginn! Vissulega er þetta gott svigrúm og allt það, en af öllu góðu er ofgnægð þó kæfandi segi ég! O, hvað ég vildi vera á drekabaki með leiserspjót, í eltingarleik við illilegt fljúgandi loðskrýmsl eða þvíumlíkt. Því miður eru tækifæri nútímamannsins til drekareiða fá.
Nú eru allir fornmælingar og náttúrufróðir að fara í málvísindi/grísku/lífræna efnafæð á morgun.
Ég mun sofa út á morgun.
Síðan dúlla ég mér niður á Laugaveg, kaupi stílabók, heimsæki ömmu og rabba við hana um landsins hvert ógagn og benjar. Amma mín er nefnilega mikill spaði, meiri en nokkur sem ég hef kynnst á ævinni. Hennar krú innihélt m.a. Tómas Guðmundsson, Jóhannes úr Kötlum og Dóra Laxness. Svo gerir hún náttúrulega fáránlega góðan hrísgrjónagraut.
En já, klukkan er orðin tíu og fréttirnar kalla.
|