þriðjudagur, desember 28, 2004

Félagakveðskapur

Kæru gestir. Eins og hótað var í síðustu grein mun ég nú birta Kveðskap um nokkra félaga mína. Þeir pelar sem ekki hafa enn fengið kviðling um sig saminn skulu ekki örvænta. Allir fá, skv. hest-fornri áætlun vorri sér a.m.k. einn ferskeyttan kviðlingsígildispúka sér til yndisauka.

Fornyrtastar eru Aríelsvísur, og sést það á of- og rangstuðlun.
Þeir er Aríel kenna (þekkja, á eðjótamáli) vita að hann hefur æ notið aðdáunar kvenþjóðarinnar, og ekki hefur hún misst skriðþungann í Garðaríki, en þangað fór hann sem víxllærir (skiptinemi). Flagari er hann enginn, enda prýðismaður með öllu. Hér skal þó sagt frá kvenhylli hans í Hólmgarði, en þar býr hann nú.

Kvæði vil ek kveða um
karlpung, frjóan, fræni,
síþéttan á kantinum,
kátan kvenna-hæni.


Til Garðaríkis geystist skjótt
Greðni jarlinn herti,
Rússafljóðin fyrir fljótt
Féllu Frænis sterti.

Fyrir þá sem vita ekki þegar þýðir Frænir íslendingur (Frónbúi>frænir).

Næsta mýðri (múðurkenndur hlutur, hk.) er kvæði sem ég orti í gær á MSN um snilling sem kallast Darri Edvardsson. Sökum ungs aldurs mýðrisins er það hvorki rang- né ofstuðlað. Darri E. er Mosfellingur, og hugumprúður á allar hliðar.

Darri drengur góður er,
dilkir ei að finnast
Huginn, hraustur, traustur, ger,
hans ber vel að minnast.

Ég geri ráð fyrir kynngi ykkar á lýsingarorðinu ger, en það þýðir gerðarlegur.

Frekari birting rím-spöðunar fer fram síðar.