Andvaka
Ég er andvaka. Ég drekk Ribena í sódavatni, borða ristað brauð með heimagerðri rifsberjasultu og bíð svefnhöfginnar.
Hefði verið kjörið tækifæri til að fara upp á Laugarásinn, leggjast í grjótið og horfa á stjörnurnar - nema hvað maður sér engar stjörnur í borginni, og ekki bætir Batmann-merkið í Viðey úr skák.
Einhvern daginn fer ég á bát út á mitt Kyrrahaf og fæ að sjá virkilega stjörnubjartan himin!
|