Some days you get the bear, and some days the bear get you.
Ojæja.
Við töpuðum þessum kosningum. Ekki get ég öfundað vulgusinn af því fláræði sínu að kjósa hitt félagið, en slíkt er eðli lýðræðisins. Ég leyfi mér að vitna í ónefndan villimannahöfðingja hinnar fornu Germaníu, er hann hafði nýtapað orrustu fyrir Latverjum:
"We will be back, and with bigger axes!"
Annars er líka fínt að falla aftur í gamla farið. Líf háskólanemans er rólegt og afslappað; það er ekkert sérlega stressandi við að liggja á bakinu í slopp, drekka te og lesa stærðfræði allan daginn.
|