Ágúst Ólafur: "Þið hafið gerst sekir um gríðarleg hagstjórnarmistök, skattbyrði hinna lægst launuðu hefur stóraukist á tíma þessarar ríksstjórnar. Þetta segja Glitnir, ASÍ, BSÍ, TBR, DAS, NSDAP, CCCP og Hemmi Gunn. Þessu ætlar Samfylkingin að kippa í lag komist hún í stjórn."
Árni Matthiessen: "Hefur skattbyrðin aukist? Það er bara ekki satt. Þú lýgur."
Fréttamaðurinn glottir eins og Sólheimabúi sem ljær honum afslappaðan en miður gáfulegan svip.
Hvernig getur þetta gerst? Annað hvort hefur skattbyrðin aukist eða ekki. Svona dæmi um misræmi í fullyrðingum um einfaldar, hagfræðilegar stærðir eru óþægilega algeng. Maður veit satt best að segja ekki hver hefur rétt fyrir sér, og landsmenn ákveða að lokum að trúa þeim sem er með flottasta bindið og kjósa flokkinn hans. Ekki vanmeta mátt vel valins bindis í nútímastjórnmálum á Íslandi.
Þegar fólk dregur pósítívískar, vísindalegar fullyrðingar niður í svað stjórnmálaþvælings er mér næst að gubba á köttinn minn.