fimmtudagur, október 05, 2006

Einu sinni var ég busi.

Við vorum að skoða gamlar myndir af Tebóum og böllum, frá því árgangurinn minn var í 3. bekk. Það kom mér á óvart hvursu allir voru barnalegir! Þegar maður hugsar til baka kemur þó rétt niðurstaða: maður var bara busi, alveg eins og allir hinir busarnir sem maður sér trítla um ganga skólans í dag.

Busastrákar eiga það nefnilega til að vera tiltölulega líkir innbyrðis á þessum tíma, þar sem karaktereinkenni þeirra ýkjast ekki né blómstra fyrr en um síðir. Ef ég hugsa bara um muninn á sjálfum mér frá 3. bekk til nútímans, finnst mér ég hafa verið hálfgert barn! Þetta eru augljóslega mikil mótunarár.

Ég man eftir því að hafa komið með tveim ófélagslyndum vinum í MR, sem höfðu engan áhuga á smug inn í eggfrumu félagslífsins. Í umfangsmikilli blárri Gore-Tex-úlpu stóð maður íbygginn á svip úti í horni í kösu og horfði aðdáunuaraugum á ókunnugan en sjarmerandi skrílinn fyrir framan sig. Símanúmerið mitt var vitlaust í Sveinbjörgu, svo ég frétti aldrei af tebóum. Þetta var þó ótrúlega spennandi ár, nýjabrumið freyddi af hverju sem nefna mátti og hlutirnir breyttust hratt. Nýjir vinir, ný áhugamál, nýtt sjálfstraust. Það var aldrei langt í galsann og grínið, aldrei langt í djamm og umræður um heimspeki undir stjörnunum. Góðir tímar.

Einher með komment? Hvernig var þetta hjá ykkur, eða er (fyrir busana, sem virðast af óskiljanlegum ástæðum lesa þetta blogg)?

Speak, and thag no more.