miðvikudagur, júlí 20, 2005

Miskunn hilmis vall-hærðar fjörgva.

Góðviðrið virðist engan enda ætla að taka. Á hverjum degi kem ég heim þakinn ryði, steinryki og drekablóði, auk svita í boði Sólarinnar. Sjitt hvað ég ætla í stuttbyxni á morgun, því blessuð Sólin elskar allt en þó ekkert meira en að steikja vinnusama Menntskælinga.

Strætókerfið reyndist mér rýrt í dag, þar sem ég neyddist til að rölta frá elliðavatni út í Breiðholt til að finna mér einhvern strætisvagn. Þó var það mér til upplyftingar að sjá þrjár gullfallegar ljóshærðar stúlkur á heimförinni, sem tók tæpa tvo tíma.

Vááá hvað ég hlakka til að byrja í skólanum! Það verður fagnaður allgóður þegar höraldnir skólabekkirnir mæta afþreyttum botni daglaunamannsins.

Skín þú, Helíós! Lát geigðarbjarma þinn bylja á búkum vorum.