sunnudagur, janúar 02, 2005

Nýærið

"Nú árið er liðið í aldanna skaut, og aldrei það kemur til baka" orti skáldið forðum. Árið 2004 hefur verið ótrúlega skemmtilegt, og ég fyllist tilhlökkun en ekki fortíðarþrá á nýju ári. Gamlárskveld var í senn hátíðlegt og hamingjuríkt. Ég óska öllum lesendum og ólesendum hjartanlega gleðiríks og sálarglæðandi árs! Áramótagleðin var ekki af verri endanum í ár, og söng ég mig hásan margsinnis sem og blóðgaði ég hægri vísifingur af gítarleik. Ódóið komst heim um hálf-níu leytið, ánægt með gáskafulla klaufaúrslettingu kveldsins. Í þessu partíi voru mestmegnis MRingar og þeir minntu mig á hvað MRingar eru frábært fólk, hlakka virkilega til að sjá ykkur MRingana aftur á nýju ári, sem og alla grellnu grillsnillana í MH!

Roðar eldur rökkvan geim,
remmist bróðurhugur,
Máni silfrar mannaheim,
magnast forn hans dugur.