Gaupna saga glápu
Þá er söngvakeppnin liðin í faldanna skaut, en góðar minningarnar munu lifa um ómældar þúsaldir. Áhorfendur voru að sögn heillaðir af atriði okkar, en þó tókst okkur ekki að seiða dómarana, með þeim afleiðingum að við komumst ekki í eitt þriggja efstu sæta. Ég er ekki viss um orsakir téðrar mis-seiðingar, og læt ég hugfettur um þær kyrrar liggja, þar sem ég er ekki í neinni aðstöðu til að meta málið hlutlaust. Hrund stóð sig frábærlega, sömuleiðis Móa auk Arons og hans über-sextetts (mig minnir að þeir hafi verið sex). Það sem stendur eftir er það að hafa kynnst og unnið með þessu frábæra fólki í atriðinu. Krakkar, þið eruð æði. Slega góð. Bragi og Kiddi, þið eruð algerir æðis-sleðar. Ég kem senn með drápur um ykkur, en nú sameinast smáþarmar, garnir, þarmar, magi og já, jafnvel lifrin mín, eða Herdís eins og ég kýs að kalla hana, um að hrína eftir sveeeeittum sænskum kjötbollum! Herðið þér fress og verðið hress.