föstudagur, janúar 21, 2005

Gaupna saga glápu

Þá er söngvakeppnin liðin í faldanna skaut, en góðar minningarnar munu lifa um ómældar þúsaldir. Áhorfendur voru að sögn heillaðir af atriði okkar, en þó tókst okkur ekki að seiða dómarana, með þeim afleiðingum að við komumst ekki í eitt þriggja efstu sæta. Ég er ekki viss um orsakir téðrar mis-seiðingar, og læt ég hugfettur um þær kyrrar liggja, þar sem ég er ekki í neinni aðstöðu til að meta málið hlutlaust. Hrund stóð sig frábærlega, sömuleiðis Móa auk Arons og hans über-sextetts (mig minnir að þeir hafi verið sex). Það sem stendur eftir er það að hafa kynnst og unnið með þessu frábæra fólki í atriðinu. Krakkar, þið eruð æði. Slega góð. Bragi og Kiddi, þið eruð algerir æðis-sleðar. Ég kem senn með drápur um ykkur, en nú sameinast smáþarmar, garnir, þarmar, magi og já, jafnvel lifrin mín, eða Herdís eins og ég kýs að kalla hana, um að hrína eftir sveeeeittum sænskum kjötbollum! Herðið þér fress og verðið hress.

sunnudagur, janúar 02, 2005

Nýærið

"Nú árið er liðið í aldanna skaut, og aldrei það kemur til baka" orti skáldið forðum. Árið 2004 hefur verið ótrúlega skemmtilegt, og ég fyllist tilhlökkun en ekki fortíðarþrá á nýju ári. Gamlárskveld var í senn hátíðlegt og hamingjuríkt. Ég óska öllum lesendum og ólesendum hjartanlega gleðiríks og sálarglæðandi árs! Áramótagleðin var ekki af verri endanum í ár, og söng ég mig hásan margsinnis sem og blóðgaði ég hægri vísifingur af gítarleik. Ódóið komst heim um hálf-níu leytið, ánægt með gáskafulla klaufaúrslettingu kveldsins. Í þessu partíi voru mestmegnis MRingar og þeir minntu mig á hvað MRingar eru frábært fólk, hlakka virkilega til að sjá ykkur MRingana aftur á nýju ári, sem og alla grellnu grillsnillana í MH!

Roðar eldur rökkvan geim,
remmist bróðurhugur,
Máni silfrar mannaheim,
magnast forn hans dugur.