miðvikudagur, desember 19, 2007

Minas Morgsúla

Man einhver eftir þessu atriði úr Return of the King?


Sjálfur man ég vel þegar svokölluð "friðarsúla" Yoko Ono var gangsett við mikinn fögnuð allra orka hérlendis.
Hvar sem hann er þessa stundina hlær Sauron að okkur. Meðan myrkrahöfðingin ornar sér við þetta nýjasta fláræði Reykvíkinga, sem fljóta nú sofandi að feigðarósi, býð ég vulgusnum þetta:


þriðjudagur, desember 04, 2007

Aptur?

Þetta blogg hefur dáið og lifnað við oftar en margur eldfuglinn.


Spurning hvort það sé komið að næstu umferð?