Lo(f)vísa
Kristján ná-bleiki orti um mig lofýsu. Því get ég ekki verið minni maður (eða get allavegana þóst vera það ekki, enda ósatt með öllu) og ákvað að yrkja örlítið fornyrðislagskvæði um gulldrenginn. Nú veit ég ekki hvort hann getur lesið þetta, en vonandi berst þetta þá til þín eftir mystískari boðleiðum, frómi vin.
Man ég merka
manvitsbrekku
gæðasekk
góssi þrútinn.
Bar betri
bróður fyr
Asks algeimur
aldregi.
Mjöð mæran
millum vor svolgum
hrein við harpa
hryn barka.
Æ bylur óhátt
offull tunna.
Sjá hann þó spakir
spunninn gulli.
Kristjáns kunnu
kvinnur sakna,
bræður og bönd
bera kveðju,
austurfara
alsyngjandi,
glókolli gullnum,
valmenni vöndu
vellifandi.